Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 15:15 Samtök ferðaþjónustunnar eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. vísir/hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira