Nota íslenska mæla til að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 23:00 Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira