Goðamótin á Akureyri munu fara fram Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 22:36 Goðamót Þórs er haldið á hverju ári í Boganum á Akureyri. Goðamótið Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira