Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Sylvía Hall skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd. Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd.
Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36
SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00
Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00