Höfuðborgin slapp þokkalega við snjókomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 06:30 Frá snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vetur. vísir/vilhelm Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið.
Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira