Úti um friðinn Þórir Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2020 08:15 Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Þórir Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun