„Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:30 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira