„Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:30 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira