„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira