„Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 16:03 Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Stofnunin verður lögð niður um áramótin. vísir/vilhelm Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að sú ákvörðun nýsköpunarráðherra að leggja miðstöðina niður um áramót hafi komið starfsfólki á óvart. Hún málar þó stöðuna ekki svörtum litum þótt fólki bregði auðvitað við og leggur áherslu á það að enginn hafi misst vinnuna núna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Var starfsmönnum tilkynnt um ákvörðun ráðherra með ráðuneytisstjóra á fundi eftir hádegi. „Fólk er auðvitað dálítið hissa en eins og gefur að skilja þá brennur mitt fólk fyrir nýsköpun og ef það eru betri verkfæri eða ferlar eða mannskapur til þess að sinna þessum málum annars staðar að þá auðvitað bara vinnum við að framgangi mála,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Ætlunin sé að koma ákveðnum verkefnum í annan farveg og góður tími sé fram undan til þess að vinna að því. Aðspurð hvort það hafi verið þungt yfir fólki eftir fundinn með ráðuneytisstjóranum í dag segir Sigríður: „Það var frekar að fólk væri að spyrja og afla sér upplýsinga. Ég myndi ekki vera að mála þetta neitt svörtum litum, alls ekki. En auðvitað bregður fólki við og það er í eðli málsins að það vakna spurningar við allar breytingar. En breytingum geta líka fylgt tækifæri.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti ákvörðun sína um framtíð Nýsköpunarmiðstöðvar í dag. Vísir/Vilhelm Starfsemin breyst mikið frá því miðstöðin var sett á laggirnar Hún segir það liggja í hlutarins eðli að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar sé alltaf í endurskoðun, en stofnunin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Frá því að við vorum sett á laggirnar þá hefur starfsemin breyst alveg ótrúlega mikið því hlutirnir eru svo fljótir að breytast í þessum geira,“ segir Sigríður. Mikil þekking sé til staðar innan Nýsköpunarmiðstöðvar og það sem þar hafi verið byggt upp byggi á áralangri reynslu. „Og ég held að það sé flestum í mun að það starf haldi áfram þótt það verði á öðrum vettvangi. Við horfum auðvitað mjög mikið til samstarfs við háskólasamfélagið og atvinnulífið.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka“ Sigríður leggur áherslu á að enginn sé búinn að missa vinnuna, að engum hafi verið sagt upp núna, en það liggi í hlutarins eðli að eftir næstu áramót muni enginn starfa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þegar stofnunin verður lögð niður. „En við vonum að þá verði heilmikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma, verkefnum komið í farveg annars staðar og jafnvel starfsfólki líka. Fólk er aðallega að hugsa um verkefnin og framgang þeirra því þetta byggist upp á mikilli þekkingu. Oft á tíðum er búið að vinna lengi að styrkfjármögnun í ákveðnum verkefnum, við erum í fjölmörgum erlendum rannsóknarverkefnum og við munum alveg standa við skuldbindingar okkar út árið. Vonandi verðum við svo búin að setja verkefnin í annan farveg þá,“ segir Sigríður. Hún kveðst líta stolt til þeirra verkefna sem Nýsköpunarmiðstöð hefur sinnt í gegnum árin og vonar að nú komi fullt af flottum tækifærum fram. „Nýsköpun er nauðsynleg í öllum atvinnugreinum og nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka. Við horfum bara björtum augum til framtíðarinnar, það þýðir ekkert annað þegar við horfum til verkefnanna sem þarf að sinna til framtíðar. Hvort sem það verði gert undir hatti nýsköpunarmiðstöðvar eða ekki,“ segir Sigríður. Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að sú ákvörðun nýsköpunarráðherra að leggja miðstöðina niður um áramót hafi komið starfsfólki á óvart. Hún málar þó stöðuna ekki svörtum litum þótt fólki bregði auðvitað við og leggur áherslu á það að enginn hafi misst vinnuna núna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Var starfsmönnum tilkynnt um ákvörðun ráðherra með ráðuneytisstjóra á fundi eftir hádegi. „Fólk er auðvitað dálítið hissa en eins og gefur að skilja þá brennur mitt fólk fyrir nýsköpun og ef það eru betri verkfæri eða ferlar eða mannskapur til þess að sinna þessum málum annars staðar að þá auðvitað bara vinnum við að framgangi mála,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Ætlunin sé að koma ákveðnum verkefnum í annan farveg og góður tími sé fram undan til þess að vinna að því. Aðspurð hvort það hafi verið þungt yfir fólki eftir fundinn með ráðuneytisstjóranum í dag segir Sigríður: „Það var frekar að fólk væri að spyrja og afla sér upplýsinga. Ég myndi ekki vera að mála þetta neitt svörtum litum, alls ekki. En auðvitað bregður fólki við og það er í eðli málsins að það vakna spurningar við allar breytingar. En breytingum geta líka fylgt tækifæri.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti ákvörðun sína um framtíð Nýsköpunarmiðstöðvar í dag. Vísir/Vilhelm Starfsemin breyst mikið frá því miðstöðin var sett á laggirnar Hún segir það liggja í hlutarins eðli að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar sé alltaf í endurskoðun, en stofnunin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Frá því að við vorum sett á laggirnar þá hefur starfsemin breyst alveg ótrúlega mikið því hlutirnir eru svo fljótir að breytast í þessum geira,“ segir Sigríður. Mikil þekking sé til staðar innan Nýsköpunarmiðstöðvar og það sem þar hafi verið byggt upp byggi á áralangri reynslu. „Og ég held að það sé flestum í mun að það starf haldi áfram þótt það verði á öðrum vettvangi. Við horfum auðvitað mjög mikið til samstarfs við háskólasamfélagið og atvinnulífið.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka“ Sigríður leggur áherslu á að enginn sé búinn að missa vinnuna, að engum hafi verið sagt upp núna, en það liggi í hlutarins eðli að eftir næstu áramót muni enginn starfa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þegar stofnunin verður lögð niður. „En við vonum að þá verði heilmikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma, verkefnum komið í farveg annars staðar og jafnvel starfsfólki líka. Fólk er aðallega að hugsa um verkefnin og framgang þeirra því þetta byggist upp á mikilli þekkingu. Oft á tíðum er búið að vinna lengi að styrkfjármögnun í ákveðnum verkefnum, við erum í fjölmörgum erlendum rannsóknarverkefnum og við munum alveg standa við skuldbindingar okkar út árið. Vonandi verðum við svo búin að setja verkefnin í annan farveg þá,“ segir Sigríður. Hún kveðst líta stolt til þeirra verkefna sem Nýsköpunarmiðstöð hefur sinnt í gegnum árin og vonar að nú komi fullt af flottum tækifærum fram. „Nýsköpun er nauðsynleg í öllum atvinnugreinum og nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka. Við horfum bara björtum augum til framtíðarinnar, það þýðir ekkert annað þegar við horfum til verkefnanna sem þarf að sinna til framtíðar. Hvort sem það verði gert undir hatti nýsköpunarmiðstöðvar eða ekki,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19