Ragnar Bjarnason látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 11:25 Ragnar Bjarnason skemmti mörgum Íslendingnum á löngum ferli. Íbúar á dvalarheimilinu Höfða nutu hans árið 2010 þegar þessi mynd var tekin. Höfði Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson.
Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00
Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54
Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15