Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Úr handboltaleik hjá Herði. mynd/facebook-síða harðar Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49