Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2020 16:22 Meðal þess sem hið virka Félag eldri borgara á Selfossi gerir er að spila félagsvist. Félagar sem eru nýkomnir frá Tenerife eða Ítalíu eru beðnir um að halda sig heima næstu tvær vikur eða svo. Getty/Izusek Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði. Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði.
Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?