John Snorri og Tomaž telja sig svikna af sjerpunum Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 07:23 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2 í janúar síðastliðinn. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54
John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43
John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35