Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 06:00 Lionel Messi og félagar í Barcelona mæta Real Madrid í kvöld. Vísir/Getty Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. Við byrjum daginn á Evrópumótaröðinni í golfi og um kvöldmatarleytið sýnum við frá PGA mótaröðinni. Í spænska boltanum er toppslagur Real Madrid og Barcelona á dagskrá klukkan 20:00 en við verðum með ítarlega upphitun fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Börsungar eru á toppi spænsku deildarinnar eftir að hafa verið í eltingaleik við Real Madrid nær allt tímabilið. Takist Lionel Messi og félögum að landa sigri ná þeir fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá sýnum við einnig fjóra aðra leiki úr spænsku úrvalsdeildinni. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram í dag á Wembley en þar mætast Manchester City og Aston Villa. Fyrir fram er reiknað með öruggum sigri City manna en Jack Grealish er til alls líklegur þegar hann mætir á Wembley. Þá eru tveir leikir í beinni útsendingu í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda í fyrri leik dagsins. Það er svo stórleikur í Njarðvík þegar sexfaldir Íslandsmeistarar KR mæta í Ljónagryfjuna. Við sýnum aðeins einn leik í ítalska boltanum í dag en leikur Cagliari og Roma er á dagskrá klukkan 17:00. Stórleik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí ásamt Sassuolo gegn Brescia og leik AC Milan gegn Genoa. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar. Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 10:50 Sevilla-Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 12:55 Athletic Bilbao - Villareal (Stöð 2 Sport 2) 14:55 Espanyol - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2) 16:20 Aston Villa - Manchester City, enski deildarbikarinn (Stöð 2 Sport) 16:50 Cagliari - Roma (Stöð 2 Sport 3) 17:20 Real Mallorca - Getafe (Stöð 2 Sport 4) 18:00 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 18:20 Valur-Grindavík, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) 19:15 Ofur sunnudagur - upphitun fyrir El Clásico (Stöð 2 Sport) 19:50 Real Madrid-Barcelona (Stöð 2 Sport) 20:10 Njarðvík-KR, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) Dominos-deild karla Enski boltinn Golf Ítalski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. Við byrjum daginn á Evrópumótaröðinni í golfi og um kvöldmatarleytið sýnum við frá PGA mótaröðinni. Í spænska boltanum er toppslagur Real Madrid og Barcelona á dagskrá klukkan 20:00 en við verðum með ítarlega upphitun fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Börsungar eru á toppi spænsku deildarinnar eftir að hafa verið í eltingaleik við Real Madrid nær allt tímabilið. Takist Lionel Messi og félögum að landa sigri ná þeir fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá sýnum við einnig fjóra aðra leiki úr spænsku úrvalsdeildinni. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram í dag á Wembley en þar mætast Manchester City og Aston Villa. Fyrir fram er reiknað með öruggum sigri City manna en Jack Grealish er til alls líklegur þegar hann mætir á Wembley. Þá eru tveir leikir í beinni útsendingu í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda í fyrri leik dagsins. Það er svo stórleikur í Njarðvík þegar sexfaldir Íslandsmeistarar KR mæta í Ljónagryfjuna. Við sýnum aðeins einn leik í ítalska boltanum í dag en leikur Cagliari og Roma er á dagskrá klukkan 17:00. Stórleik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí ásamt Sassuolo gegn Brescia og leik AC Milan gegn Genoa. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar. Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 10:50 Sevilla-Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 12:55 Athletic Bilbao - Villareal (Stöð 2 Sport 2) 14:55 Espanyol - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2) 16:20 Aston Villa - Manchester City, enski deildarbikarinn (Stöð 2 Sport) 16:50 Cagliari - Roma (Stöð 2 Sport 3) 17:20 Real Mallorca - Getafe (Stöð 2 Sport 4) 18:00 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 18:20 Valur-Grindavík, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) 19:15 Ofur sunnudagur - upphitun fyrir El Clásico (Stöð 2 Sport) 19:50 Real Madrid-Barcelona (Stöð 2 Sport) 20:10 Njarðvík-KR, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2)
Dominos-deild karla Enski boltinn Golf Ítalski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30
Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45