Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Þórir Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2020 11:57 Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. Viðbrögð ráðherra við gagnrýni er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að hún telji aðrar reglur gilda en fólk hefur hingað til haldið að giltu. Óþarfi er að gera því skóna að hún telji aðrar reglur gilda um sig en aðra en sá grunur hlýtur þó að vakna hjá mörgum þegar borin eru saman orð hennar og gerðir. Það dregur úr samstöðunni sem verður að vera til staðar ef vinna á bug á kórónuveirunni. Sóttvarnir ganga að miklu leyti út á að fá fólk til að breyta hegðan sinni. Og það er ekkert einfalt mál. Oft er verið að reyna að fá fólk til að hætta við hegðun sem er lærð frá blautu barnsbeini; hegðun eins og að faðma ástvini, heilsa kunningjum og halda í hönd þegar eitthvað bjátar á. Jú, og þjappa sér saman í hóp þegar taka á mynd á góðri stund af góðum vinum. Tveggja metra reglan Til þess að ná árangri í sóttvörnum verða skilaboðin að vera skýr og þau verða að eiga við um alla jafnt. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða baráttu gegn alnæmi, taugaveiki, dengue-sótt, ebólu eða kórónuveiru. Skýr skilaboð sem eiga við alla jafnt er forsenda árangurs. Hér á landi hafa þessi skýru skilaboð kjarnast í tveggja metra reglunni. Íslendingar hafa sannarlega kynnst því á undanförnum sjö mánuðum að það er margt sem ekki má vegna tveggja metra reglunnar. Það má ekki vinna í návígi og því hafa fyrirtæki sent þúsundir manna heim í fjarvinnu. Það má ekki heimsækja aldraða ættingja. Það má ekki halda fermingarveislur. Ungt fólk er að aflýsa brúðkaupum og jarðarfarir fara fram nánast í kyrrþey. Allur almenningur þarf að neita sér um að marka tímamót eins og útskriftir og afmæli, sem koma einu sinni og ekki aftur – allt vegna tveggja metra reglunnar. Þetta gerir fólk af því að yfirvöld segja að það sé lykilatriði við að kveða niður þessa ólukkans veiru. Smitsjúkdómasérfræðingar hafa leitt okkur í gegnum línurit sem sýna hvernig fjöldi þeirra sem sýkjast stígur eða fellur eftir því hvernig almenningur fer eftir sóttvarnareglum. Góðra vina fundur Á föstudag stigu fjórir ráðherrar fram og tilkynntu um hertar reglur á landamærum en minntu almenning jafnframt á mikilvægi þess að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru, það hefur ekki breyst, og hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðinn fyrir það,“ sagði Þórdís Kolbrún við það tilefni. Sólarhring síðar var hún farin að skemmta sér með vinkonum sínum. Af þeim birtust myndir á samfélagsmiðlum sem sýna þær halla sér þétt hver upp að annarri, eins og siður er við svona myndatökur, og sitjandi við matborð þar sem augljóslega er ekkert tveggja metra bil milli fólks. Á sunnudag, þegar almenningur hafði brugðist reiðilega við á samfélagsmiðlum, bætti hún um betur með stöðufærslu á Facebook þar sem skilaboðin virtust vera að hún hefði bara verið að gera eins og allir aðrir. Dagana á eftir mátti skynja meiri hæversku, þá loks að hún gaf kost á viðtölum, en innihaldið var samt það að hún hefði ekki verið að brjóta neinar reglur. Reglurnar eru skýrar Staðreyndin er hinsvegar sú að þorri almennings fer eftir tilmælum yfirvalda. Flestir reyna að halda tveggja metra regluna. Jafnvel á veitingastöðum í miðbænum virðast flestir gestanna vera í pörum en ekki hópum. Tveggja metra reglan er nokkuð skýr: „Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.” Þetta stendur svart á hvítu á síðu stjórnvalda, covid.is. Þegar lögreglumenn settu spurningamerki fyrr í mánuðinum við það hvort hægt væri að hafa eftirlit með svo ströngum reglum þá var það spurningamerki kveðið niður hratt og örugglega. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn steig ákveðið fram og sagði að reglan væri skýr: „Við höfum ekki verið með neinar sérstakar reglur um heimapartí en þessi tveggja metra regla gildir alls staðar. Líka í heimapartíum. Það er engar undanþágur á henni. Fólk sem býr ekki saman skal virða tveggja metra regluna,“ var haft eftir honum á mbl.is þann 9. þessa mánaðar. Á að gera skýrt óskýrt? Eftir óvissu sem entist í sólarhring var innihald reglnanna aftur skýrt. Þess vegna valda viðbrögð Víðis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis svo miklum vonbrigðum nú. Aðspurðir á upplýsingafundi í gær gáfu þeir þessi skilaboð: í fyrsta lagi að ráðherra hefði ekki brotið lög því þau giltu bara um rekstraraðila, í öðru lagi að það þyrfti að sýna umburðarlyndi og í þriðja lagi að það þyrfti að breyta reglunum. Er nema von að fólk hristi höfuð í forundran. Hefur þá ekki verið nein þörf á að hætta við stúdentsútskriftir og stórafmælisfögnuði fyrst lögin taka bara á rekstraraðilum? Eru þá skýrar leiðbeiningar á opinberum upplýsingasíðum einskis virði? Þarf að ráðast í að breyta skýrum leiðbeiningum og hugsanlega gera þær óskýrar af því að ráðherra finnst erfitt að fara eftir þeim? Hingað til höfum við farið þetta á samstöðunni. Þó að reglum hafi verið breytt, miðað við aðstæður hverju sinni, þá hafa þær verið tiltölulega skýrar og þær hafa átt við alla jafnt. Ef rýmka á reglurnar þá þarf það að vera af sóttvarnaástæðum líkt og síðastliðið vor. Ef stjórnvöld ætlast til þess að almenningur fari eftir fyrirmælum þá þurfa valdamenn að gera það sjálfir. Ef þeir misstíga sig, eins og allir gera, þá verða þeir að gangast við því. Ekki af því að það sé pólitískt skynsamlegt heldur af því að það er svo mikið í húfi. Áframhaldandi árangur í baráttunni við kórónuveiruna veltur á mörgu en meðal annars því að reglurnar séu skýrar og allir fari eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. Viðbrögð ráðherra við gagnrýni er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að hún telji aðrar reglur gilda en fólk hefur hingað til haldið að giltu. Óþarfi er að gera því skóna að hún telji aðrar reglur gilda um sig en aðra en sá grunur hlýtur þó að vakna hjá mörgum þegar borin eru saman orð hennar og gerðir. Það dregur úr samstöðunni sem verður að vera til staðar ef vinna á bug á kórónuveirunni. Sóttvarnir ganga að miklu leyti út á að fá fólk til að breyta hegðan sinni. Og það er ekkert einfalt mál. Oft er verið að reyna að fá fólk til að hætta við hegðun sem er lærð frá blautu barnsbeini; hegðun eins og að faðma ástvini, heilsa kunningjum og halda í hönd þegar eitthvað bjátar á. Jú, og þjappa sér saman í hóp þegar taka á mynd á góðri stund af góðum vinum. Tveggja metra reglan Til þess að ná árangri í sóttvörnum verða skilaboðin að vera skýr og þau verða að eiga við um alla jafnt. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða baráttu gegn alnæmi, taugaveiki, dengue-sótt, ebólu eða kórónuveiru. Skýr skilaboð sem eiga við alla jafnt er forsenda árangurs. Hér á landi hafa þessi skýru skilaboð kjarnast í tveggja metra reglunni. Íslendingar hafa sannarlega kynnst því á undanförnum sjö mánuðum að það er margt sem ekki má vegna tveggja metra reglunnar. Það má ekki vinna í návígi og því hafa fyrirtæki sent þúsundir manna heim í fjarvinnu. Það má ekki heimsækja aldraða ættingja. Það má ekki halda fermingarveislur. Ungt fólk er að aflýsa brúðkaupum og jarðarfarir fara fram nánast í kyrrþey. Allur almenningur þarf að neita sér um að marka tímamót eins og útskriftir og afmæli, sem koma einu sinni og ekki aftur – allt vegna tveggja metra reglunnar. Þetta gerir fólk af því að yfirvöld segja að það sé lykilatriði við að kveða niður þessa ólukkans veiru. Smitsjúkdómasérfræðingar hafa leitt okkur í gegnum línurit sem sýna hvernig fjöldi þeirra sem sýkjast stígur eða fellur eftir því hvernig almenningur fer eftir sóttvarnareglum. Góðra vina fundur Á föstudag stigu fjórir ráðherrar fram og tilkynntu um hertar reglur á landamærum en minntu almenning jafnframt á mikilvægi þess að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru, það hefur ekki breyst, og hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðinn fyrir það,“ sagði Þórdís Kolbrún við það tilefni. Sólarhring síðar var hún farin að skemmta sér með vinkonum sínum. Af þeim birtust myndir á samfélagsmiðlum sem sýna þær halla sér þétt hver upp að annarri, eins og siður er við svona myndatökur, og sitjandi við matborð þar sem augljóslega er ekkert tveggja metra bil milli fólks. Á sunnudag, þegar almenningur hafði brugðist reiðilega við á samfélagsmiðlum, bætti hún um betur með stöðufærslu á Facebook þar sem skilaboðin virtust vera að hún hefði bara verið að gera eins og allir aðrir. Dagana á eftir mátti skynja meiri hæversku, þá loks að hún gaf kost á viðtölum, en innihaldið var samt það að hún hefði ekki verið að brjóta neinar reglur. Reglurnar eru skýrar Staðreyndin er hinsvegar sú að þorri almennings fer eftir tilmælum yfirvalda. Flestir reyna að halda tveggja metra regluna. Jafnvel á veitingastöðum í miðbænum virðast flestir gestanna vera í pörum en ekki hópum. Tveggja metra reglan er nokkuð skýr: „Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.” Þetta stendur svart á hvítu á síðu stjórnvalda, covid.is. Þegar lögreglumenn settu spurningamerki fyrr í mánuðinum við það hvort hægt væri að hafa eftirlit með svo ströngum reglum þá var það spurningamerki kveðið niður hratt og örugglega. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn steig ákveðið fram og sagði að reglan væri skýr: „Við höfum ekki verið með neinar sérstakar reglur um heimapartí en þessi tveggja metra regla gildir alls staðar. Líka í heimapartíum. Það er engar undanþágur á henni. Fólk sem býr ekki saman skal virða tveggja metra regluna,“ var haft eftir honum á mbl.is þann 9. þessa mánaðar. Á að gera skýrt óskýrt? Eftir óvissu sem entist í sólarhring var innihald reglnanna aftur skýrt. Þess vegna valda viðbrögð Víðis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis svo miklum vonbrigðum nú. Aðspurðir á upplýsingafundi í gær gáfu þeir þessi skilaboð: í fyrsta lagi að ráðherra hefði ekki brotið lög því þau giltu bara um rekstraraðila, í öðru lagi að það þyrfti að sýna umburðarlyndi og í þriðja lagi að það þyrfti að breyta reglunum. Er nema von að fólk hristi höfuð í forundran. Hefur þá ekki verið nein þörf á að hætta við stúdentsútskriftir og stórafmælisfögnuði fyrst lögin taka bara á rekstraraðilum? Eru þá skýrar leiðbeiningar á opinberum upplýsingasíðum einskis virði? Þarf að ráðast í að breyta skýrum leiðbeiningum og hugsanlega gera þær óskýrar af því að ráðherra finnst erfitt að fara eftir þeim? Hingað til höfum við farið þetta á samstöðunni. Þó að reglum hafi verið breytt, miðað við aðstæður hverju sinni, þá hafa þær verið tiltölulega skýrar og þær hafa átt við alla jafnt. Ef rýmka á reglurnar þá þarf það að vera af sóttvarnaástæðum líkt og síðastliðið vor. Ef stjórnvöld ætlast til þess að almenningur fari eftir fyrirmælum þá þurfa valdamenn að gera það sjálfir. Ef þeir misstíga sig, eins og allir gera, þá verða þeir að gangast við því. Ekki af því að það sé pólitískt skynsamlegt heldur af því að það er svo mikið í húfi. Áframhaldandi árangur í baráttunni við kórónuveiruna veltur á mörgu en meðal annars því að reglurnar séu skýrar og allir fari eftir þeim.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun