Skipti ég minna máli? Starri Reynisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun