Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 21:45 Bæjarstarfsmenn hreinsa upp tré sem féll á götum Brussel eftir storminn Ciara. Vísir/EPA Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi. Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi.
Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30
Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57
Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29