Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2020 09:00 Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun