Auðlind í eigu þjóðar? Arnar Snær Ágústsson skrifar 12. febrúar 2020 15:00 Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun