Sósíalistar með þrjá menn á þingi samkvæmt nýrri könnun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2020 15:19 Sósíalistar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum en þá kom flokkurinn einum manni að í borgarstjórn. visir/rakel Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira