Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:17 Mesta tjónið í óveðrinu í Eyjum í desember voru á fiskimjölsverksmiðjunni FES en þar fór klæðning af norðurhlið hússins. Tígull Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu. Eyjamenn eru meðal þeirra sem muna vel eftir óveðrinu sem skall á landinu 10. og 11. desember síðastliðinn. Var veðrinu líst sem einu því versta sem Eyjamenn myndu eftir. Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar fauk nánast af og sömuleiðis fór bílskúrsþak í bænum út í veður og vind. „Bæjarbúar, eigendur fyrirtækja og allir sem staddir eru í Vestmannaeyjum eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum. Þá er því beint til fólks að vera ekki ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Samkvæmt veðurspánni á versta veðrið að standa yfir frá klukkan fimm á föstudagsmorgni og fram yfir hádegi. „Reynsla okkar hefur þó kennt okkur að við fáum veðrið oft aðeins á undan því sem spáin segir.“ Í appelsínugulri viðvörun eru miðlungs eða miklar líkur á veðri sem getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum. veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu. Eyjamenn eru meðal þeirra sem muna vel eftir óveðrinu sem skall á landinu 10. og 11. desember síðastliðinn. Var veðrinu líst sem einu því versta sem Eyjamenn myndu eftir. Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar fauk nánast af og sömuleiðis fór bílskúrsþak í bænum út í veður og vind. „Bæjarbúar, eigendur fyrirtækja og allir sem staddir eru í Vestmannaeyjum eru beðnir um að taka þessa veðurspá alvarlega, tryggja lausamuni utandyra eins og kostur er og fara yfir húseignir sínar með tilliti til þess hvað getur farið af stað í óveðrinu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum. Þá er því beint til fólks að vera ekki ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Samkvæmt veðurspánni á versta veðrið að standa yfir frá klukkan fimm á föstudagsmorgni og fram yfir hádegi. „Reynsla okkar hefur þó kennt okkur að við fáum veðrið oft aðeins á undan því sem spáin segir.“ Í appelsínugulri viðvörun eru miðlungs eða miklar líkur á veðri sem getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum. veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira