Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 14:30 Afar erfiðar aðstæður eru nú fyrir vestan, stormur en nú er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar væntanlegt til að dæla úr sjókvíum. Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið. Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið.
Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26