Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 14:30 Afar erfiðar aðstæður eru nú fyrir vestan, stormur en nú er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar væntanlegt til að dæla úr sjókvíum. Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið. Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið.
Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26