Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Lára Jóhanna Jónsdóttir fór með hlutverk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Skaupinu í ár. Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira