Ærumeiðingar á vef Alþingis Eva Hauksdóttir skrifar 17. febrúar 2020 16:00 Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég pistil um hin undarlegu lög sem sett voru bótakrefjendum vegna sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum til hagsbóta. En það eru ekki aðeins lögin og frumvarpið sem mér þykja furðuleg heldur vekur það einnig athygli hverskonar umsagnir um frumvarpið eru birtar á vef Alþingis. Tjáningar- og upplýsingafrelsi er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem er frábært við Ísland er að hver sem er getur sent Alþingi umsagnir um þingmál. Slíkar umsagnir eiga viðeigandi nefndir að skoða og fjalla um rétt eins og þær hefðu sjálfar kallað eftir þeim. Að sama skapi eru þær birtar á vef Alþingis. Þetta er lýðræðislegt fyrirkomulag sem ég vona að verði áfram viðhaft en hljóta samt ekki að vera einhver takmörk fyrir því hverskonar erindi er viðeigandi að birta á vef Alþingis sem umsögn um lagafrumvarp? Hvað með vangaveltur sem tengjast lagafrumvarpinu aðeins lauslega og/eða eru ærumeiðandi? Umsögn brotaþola í meinsærishluta Geirfinnsmálsins Á svæði þingmálsins um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála eru birtar fimm umsagnir, þar af tvær sem sendar voru að frumkvæði bréfritara sjálfra. Önnur þeirra er frá brotaþolum í meinsærismálinu sem dæmt var um leið og meint dráp á Guðmundi og Geirfinni árið 1980. Bréfið er nánar tiltekið frá þremur mönnum (sá fjórði er látinn) sem handteknir voru í kjölfar rangra framburða þriggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 150 daga hver. Sú umsögn snýst að mestu leyti um málavexti í Geirfinnsmálinu, meðferðina sem bréfritarar sættu í tengslum við það, þátt Erlu Bolladóttur og það hversu fráleitt bréfriturum finnist að hún skuli hafa falast eftir bótum. Lagafrumvarpið snýst ekki um meinsærismálið og Erla Bolladóttir er þar hvergi nefnd. Einu athugasemdir þremenninganna sem varða lagafrumvarpið sjálft er sú skoðun þeirra að ekki sé unnt að fallast á bætur handa þeim sem sýknaðir voru af þessum málum við endurupptöku þeirra í Hæstaréttarmálinu nr. 521/2017. Rökin eru þau að í Hæstaréttarmálinu frá 1980 hafi bótakrefjendur verið sakfelldir fyrir fjölda annarra brota, svo sem þjófnað og fíkniefnabrot, sem þeir hafi ekki verið sýknaðir af. Ærumeiðandi ummæli Bréfi þremenninganna lýkur svo á ærumeiðandi aðdróttun í garð þeirra sem sýknaðir hafa verið af manndrápi í máli Geirfinns Einarssonar. Lausnin á ráðgátunni um afdrif Geirfinns Einarssonar felast í hinum röngu sakargiftum svo og framburði Guðjóns Skarphéðinssonar, slíkt hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum ljóst sem kynna sér dóm Hæstaréttar íslands frá 22. febrúar 1980. Það svarar um leið spurningunni hvað eigi að verða um frumvarp það sem birt er á þingskj. nr. 184. Það er umhugsunarvert hvort sá sem gekk frá bréfinu til sendingar var meðvitaður um málfarsklúðrið í fyrstu línu efnisgreinarinnar. Það er blæbrigðamunur á því hvort maður les: lausnin felst í því ... eða lausnin hlýtur að felast í því ... Hér er því annað hvort haldið fram berum orðum eða gróflega látið að því liggja að ekkert sé að marka sýknudóm Hæstaréttar heldur séu hinir sýknuðu bersýnilega sekir um manndráp. Hvort heldur er sé ekki betur en að þessi ummæli varði við ákvæði b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga um ólögmæta meingjörð og falli jafnvel undir 1. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga. Ætli nefndasviði Alþingis finnist bara ekkert að því að birta annað eins á vefsvæði löggjafarsamkundunnar? Ef einhver hefði nú sent inn „umsögn“ sem fjallaði efnislega um eitthvert fíkniefnamálanna sem tekin voru með í dómi Hæstaréttar 1980 og um leið borið manndrápssakir á Jón Jónsson í Grafarvoginum, hefði það erindi þá líka verið birt? Umsögn aðstandanda brotaþola í dómsmorðsmálinu Hin „umsögnin“ sem send var inn að frumkvæði bréfritara er frá Hafþóri Sævarssyni Ciesielski. Erindi Hafþórs varðar ekki lagafrumvarpið, heldur er það svarbréf við fyrrnefndu bréfi brotaþola í meinsærismálinu. Hafþór svarar fullyrðingum þremenninganna um málsatvik í meinsærismálinu, reifar kenningu um að dómsmorðið á föður hans og öðrum sakborningum hafi staðið í sambandi við pólitíska ráðagerð áhrifamanna um að koma höggi á þáverandi dómsmálaráðherra, fjallar í löngu máli um misbresti á rannsókn og málsmeðferð í þessum málum, harðræðisrannsókn sem síðar fór fram og ýmislegt fleira sem tengist Geirfinnsmálinu vissulega en varðar ekki að neinu leyti lagafrumvarp um bótagreiðslur. Eðlilegt hlýtur að teljast að svara ærumeiðingum á sama vettvangi og þær eru birtar en í stað þess að fjarlægja bréf þremenninganna og biðjast afsökunar á birtingunni, ákveður nefndasvið Alþingis að birta þetta erindi líka. Vefsvæði sem er ætlað fyrir málefnalegar ábendingar um lagafrumvörp – væntanlega með því lýðræðislega markmiði að hægt sé að lagfæra vankanta áður en lög eru samþykkt – er þannig orðið vettvangur ritdeilu um gömul sakamál án þess að þau skrif snerti beinlínis það lagafrumvarp sem er til umfjöllunar. Réttur vettvangur? Ég ætlaði varla að trúa því sjálf að það væru bókstaflega engar hömlur á því hvað birt er á vef Alþingis og spurðist því fyrir um meðferð umsagna um þingmál. Mér hefur nú borist svar frá forstöðumanni nefndasviðs Alþingis sem bendir á reglur forsætisnefndar Alþingis um meðferð þingmála. Þriðja grein þeirra kveður á um að erindi skuli birt á vef Alþingis eins fljótt og hægt er – og já, þetta er túlkað þannig að öll erindi skuli birt nema trúnaðarupplýsingar. Nefndasvið Alþingis er að sjálfsögðu bundið af þessum reglum. Hér er enginn ábyrgur fyrir því sem birt er á vefum, ekki frekar en hverju öðru náttúrulögmáli. Væntanlega hefur ekki mikið reynt á að nefndasvið fái til meðferðar bull sem kemur þingmálum ekkert við eða persónuárásir og dónaskap en samkvæmt þessu stendur það ekkert í vegi fyrir birtingu þótt einhver sendi inn pólitískar stefnuyfirlýsingar, kvikmyndahandrit eða gamanmál sem umsagnir um þingmál. Það er kannski ekki mikil hætta á því en nú höfum við þó dæmi um að bréfritarar telji vef Alþingis heppilegan vettvang til þess að viðra sannfæringu sína um sekt manna sem Hæstiréttur hefur sýknað af ákæru um manndráp. Einn af mikilvægustu kostunum við að búa í lýðræðislegu samfélagi er gott aðgengi að fjölmiðlum. Bæði bréfin sem hér hefur verið fjallað um eiga erindi við almenning og ólíklegt er að nokkur fjölmiðill hefði neitað að birta þau hefði verið leitað eftir því. En ef vefur Alþingis er virkilega vettvangur fyrir laustengdar hugrenningar um þingmál og staðhæfingar um málsatvik í sakamálum, væri þá ekki rétt að nefndasvið Alþingis þyrfti að sæta ritstjórnarlegri ábyrgð rétt eins og fjölmiðlar? Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tengdar fréttir Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir telur lögin sem sett voru til að hægt væri að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. 31. janúar 2020 17:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég pistil um hin undarlegu lög sem sett voru bótakrefjendum vegna sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum til hagsbóta. En það eru ekki aðeins lögin og frumvarpið sem mér þykja furðuleg heldur vekur það einnig athygli hverskonar umsagnir um frumvarpið eru birtar á vef Alþingis. Tjáningar- og upplýsingafrelsi er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem er frábært við Ísland er að hver sem er getur sent Alþingi umsagnir um þingmál. Slíkar umsagnir eiga viðeigandi nefndir að skoða og fjalla um rétt eins og þær hefðu sjálfar kallað eftir þeim. Að sama skapi eru þær birtar á vef Alþingis. Þetta er lýðræðislegt fyrirkomulag sem ég vona að verði áfram viðhaft en hljóta samt ekki að vera einhver takmörk fyrir því hverskonar erindi er viðeigandi að birta á vef Alþingis sem umsögn um lagafrumvarp? Hvað með vangaveltur sem tengjast lagafrumvarpinu aðeins lauslega og/eða eru ærumeiðandi? Umsögn brotaþola í meinsærishluta Geirfinnsmálsins Á svæði þingmálsins um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála eru birtar fimm umsagnir, þar af tvær sem sendar voru að frumkvæði bréfritara sjálfra. Önnur þeirra er frá brotaþolum í meinsærismálinu sem dæmt var um leið og meint dráp á Guðmundi og Geirfinni árið 1980. Bréfið er nánar tiltekið frá þremur mönnum (sá fjórði er látinn) sem handteknir voru í kjölfar rangra framburða þriggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 150 daga hver. Sú umsögn snýst að mestu leyti um málavexti í Geirfinnsmálinu, meðferðina sem bréfritarar sættu í tengslum við það, þátt Erlu Bolladóttur og það hversu fráleitt bréfriturum finnist að hún skuli hafa falast eftir bótum. Lagafrumvarpið snýst ekki um meinsærismálið og Erla Bolladóttir er þar hvergi nefnd. Einu athugasemdir þremenninganna sem varða lagafrumvarpið sjálft er sú skoðun þeirra að ekki sé unnt að fallast á bætur handa þeim sem sýknaðir voru af þessum málum við endurupptöku þeirra í Hæstaréttarmálinu nr. 521/2017. Rökin eru þau að í Hæstaréttarmálinu frá 1980 hafi bótakrefjendur verið sakfelldir fyrir fjölda annarra brota, svo sem þjófnað og fíkniefnabrot, sem þeir hafi ekki verið sýknaðir af. Ærumeiðandi ummæli Bréfi þremenninganna lýkur svo á ærumeiðandi aðdróttun í garð þeirra sem sýknaðir hafa verið af manndrápi í máli Geirfinns Einarssonar. Lausnin á ráðgátunni um afdrif Geirfinns Einarssonar felast í hinum röngu sakargiftum svo og framburði Guðjóns Skarphéðinssonar, slíkt hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum ljóst sem kynna sér dóm Hæstaréttar íslands frá 22. febrúar 1980. Það svarar um leið spurningunni hvað eigi að verða um frumvarp það sem birt er á þingskj. nr. 184. Það er umhugsunarvert hvort sá sem gekk frá bréfinu til sendingar var meðvitaður um málfarsklúðrið í fyrstu línu efnisgreinarinnar. Það er blæbrigðamunur á því hvort maður les: lausnin felst í því ... eða lausnin hlýtur að felast í því ... Hér er því annað hvort haldið fram berum orðum eða gróflega látið að því liggja að ekkert sé að marka sýknudóm Hæstaréttar heldur séu hinir sýknuðu bersýnilega sekir um manndráp. Hvort heldur er sé ekki betur en að þessi ummæli varði við ákvæði b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga um ólögmæta meingjörð og falli jafnvel undir 1. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga. Ætli nefndasviði Alþingis finnist bara ekkert að því að birta annað eins á vefsvæði löggjafarsamkundunnar? Ef einhver hefði nú sent inn „umsögn“ sem fjallaði efnislega um eitthvert fíkniefnamálanna sem tekin voru með í dómi Hæstaréttar 1980 og um leið borið manndrápssakir á Jón Jónsson í Grafarvoginum, hefði það erindi þá líka verið birt? Umsögn aðstandanda brotaþola í dómsmorðsmálinu Hin „umsögnin“ sem send var inn að frumkvæði bréfritara er frá Hafþóri Sævarssyni Ciesielski. Erindi Hafþórs varðar ekki lagafrumvarpið, heldur er það svarbréf við fyrrnefndu bréfi brotaþola í meinsærismálinu. Hafþór svarar fullyrðingum þremenninganna um málsatvik í meinsærismálinu, reifar kenningu um að dómsmorðið á föður hans og öðrum sakborningum hafi staðið í sambandi við pólitíska ráðagerð áhrifamanna um að koma höggi á þáverandi dómsmálaráðherra, fjallar í löngu máli um misbresti á rannsókn og málsmeðferð í þessum málum, harðræðisrannsókn sem síðar fór fram og ýmislegt fleira sem tengist Geirfinnsmálinu vissulega en varðar ekki að neinu leyti lagafrumvarp um bótagreiðslur. Eðlilegt hlýtur að teljast að svara ærumeiðingum á sama vettvangi og þær eru birtar en í stað þess að fjarlægja bréf þremenninganna og biðjast afsökunar á birtingunni, ákveður nefndasvið Alþingis að birta þetta erindi líka. Vefsvæði sem er ætlað fyrir málefnalegar ábendingar um lagafrumvörp – væntanlega með því lýðræðislega markmiði að hægt sé að lagfæra vankanta áður en lög eru samþykkt – er þannig orðið vettvangur ritdeilu um gömul sakamál án þess að þau skrif snerti beinlínis það lagafrumvarp sem er til umfjöllunar. Réttur vettvangur? Ég ætlaði varla að trúa því sjálf að það væru bókstaflega engar hömlur á því hvað birt er á vef Alþingis og spurðist því fyrir um meðferð umsagna um þingmál. Mér hefur nú borist svar frá forstöðumanni nefndasviðs Alþingis sem bendir á reglur forsætisnefndar Alþingis um meðferð þingmála. Þriðja grein þeirra kveður á um að erindi skuli birt á vef Alþingis eins fljótt og hægt er – og já, þetta er túlkað þannig að öll erindi skuli birt nema trúnaðarupplýsingar. Nefndasvið Alþingis er að sjálfsögðu bundið af þessum reglum. Hér er enginn ábyrgur fyrir því sem birt er á vefum, ekki frekar en hverju öðru náttúrulögmáli. Væntanlega hefur ekki mikið reynt á að nefndasvið fái til meðferðar bull sem kemur þingmálum ekkert við eða persónuárásir og dónaskap en samkvæmt þessu stendur það ekkert í vegi fyrir birtingu þótt einhver sendi inn pólitískar stefnuyfirlýsingar, kvikmyndahandrit eða gamanmál sem umsagnir um þingmál. Það er kannski ekki mikil hætta á því en nú höfum við þó dæmi um að bréfritarar telji vef Alþingis heppilegan vettvang til þess að viðra sannfæringu sína um sekt manna sem Hæstiréttur hefur sýknað af ákæru um manndráp. Einn af mikilvægustu kostunum við að búa í lýðræðislegu samfélagi er gott aðgengi að fjölmiðlum. Bæði bréfin sem hér hefur verið fjallað um eiga erindi við almenning og ólíklegt er að nokkur fjölmiðill hefði neitað að birta þau hefði verið leitað eftir því. En ef vefur Alþingis er virkilega vettvangur fyrir laustengdar hugrenningar um þingmál og staðhæfingar um málsatvik í sakamálum, væri þá ekki rétt að nefndasvið Alþingis þyrfti að sæta ritstjórnarlegri ábyrgð rétt eins og fjölmiðlar? Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi.
Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir telur lögin sem sett voru til að hægt væri að greiða bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. 31. janúar 2020 17:00
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun