Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2020 20:00 Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði niður störf í dag kom saman til baráttufundar í Iðnó þar sem þetta skilti blasti við. vísir/elín Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira