Hunangsflugum fækkar mikið vegna loftslagsbreytinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Hunangsflugur gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni við að fræva plöntur. vísir/getty Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent