Segir Liverpool þurfa bara einn leikmann og nafn hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:30 Kylian Mbappé á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Getty/Erwin Spek/ Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira