Enski boltinn

Liver­pool til­búið að hætta eltinga­leiknum við Isak

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Isak fagnar marki gegn Liverpool á síðustu leiktíð.
Alexander Isak fagnar marki gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Stu Forster/Getty Images

Eftir að Newcastle United neitaði tilboði Englandsmeistara Liverpool í sænska framherjann Alexander Isak eru Englandsmeistararnir tilbúnir að hætta eltingaleiknum.

Fyrr í dag var greint frá því að Newcastle hefði neitað boði Liverpool í leikmanninn sem er kominn í skammarkrókinn hjá sínu liði. Tilboð Liverpool hljóðaði upp á 110 milljónir punda eða 18 milljarða króna. Newcastle vill hins vegar 150 milljónir punda – tæplega 25 milljarða íslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að Liverpool trúi ekki að hægt sé að ná samkomulagi við Newcastle um þennan 25 ára gamla framherja. Því sé liðið ekki tilbúið að eltast við hann lengur þar sem það væri tímasóun.

Isak gekk í raðir Newcastle frá Real Sociedad fyrir 60 milljónir punda árið 2022. Í 109 leikjum fyrir Newcastle hefur Isak skorað 62 mörk – þar af 23 deildarmörk á síðustu leiktíð – og gefið 11 stoðsendingar.

Englandsmeistarar Liverpool opna ensku úrvalsdeildina með leik gegn Bournemouth þann 16. ágúst næstkomandi. Degi síðar mætast Newcastle United og Aston Villa á Villa Park. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×