Rúm tíu prósent leikmanna í Pepsi Max vildu ekki hefja keppni á ný Ísak Hallmundarson skrifar 15. ágúst 2020 14:30 Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/Stöð 2 Sport Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira