Norska stjórnin er sprungin Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 13:01 Siv Jensen er formaður norska Framfaraflokksins. Getty Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs. Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs.
Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32