Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 23:22 Bezos (t.v.) og Salman krónprins (t.h.) virðast hafa spjallað á samskiptaforritinu Whatsapp í maí árið 2018. Myndband sem var sent úr númeri sem Salman hefur notað er talið hafa innihaldið spilliforrit. Vísir/EPA/samsett Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu.
Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52