Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 00:01 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, í ræðustól í dag. Vísir/Getty Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. Fulltrúar flokkanna gerðu grein fyrir málatilbúnaði sínum við upphaf réttarhaldanna yfir Trump. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þrýstings sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Forsetinn er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins. Repúblikanar eru sagðir vilja drífa réttarhöldin yfir Trump af og sýkna forsetann. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur þannig lýst því yfir að hann vilji koma í veg fyrir hvers konar vitnaleiðslur eða gagnaöflun í réttarhöldunum. Adam Schiff, sem fer fyrir saksókn þingsins á hendur Trump fyrir hönd fulltrúadeildarinnar og demókrata, hefur lýst vanþóknun sinni á því sjónarmiði McConnell. „Fæstir Bandaríkjamenn trúa því að réttarhöldin verði sanngjörn. Þeir trúa því ekki að öldungadeildin verði hlutlæg. Þeir telja að niðurstaðan sé fyrir fram ákveðin,“ sagði Schiff í kvöld. Hann hefur sagt McConnell vilja að réttarhöldin „hyrfu sem allra fyrst.“ „Þessu er snúið algjörlega á haus. Réttarhöld á undan sönnunargögnum.“ McConnell var talinn ætla að leggja til að fulltrúar ákæranda og verjanda í málinu fengju alls sólarhring hvor til þess að gera grein fyrir máli sínu, og að þeim tíma yrði dreift yfir tveggja daga tímabil. Hann lagði hins vegar til að þrír dagar yrðu teknir undir málflutninginn hvors málsaðila undir þrýstingi frá hófsamari þingmönnum repúblikana. Tillaga Chucks Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata, um að stefna skuli Hvíta húsinu um skjöl tengd samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld var felld eftir flokkslínum í kvöld. Demókratar hafa jafnframt krafist þess að vitni sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að gæfu fulltrúadeild þingsins skýrslu verði leidd fyrir öldungadeildina í réttarhöldum næstu daga. Trump er gefið að sök að hafa misnotað vald sitt með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Forsetinn hefur ítrekað og ákaft neitað öllum ásökunum á hendur sér. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf atkvæði 67 þingmanna af hundrað. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni gegn 47 demókrata og óháðra, og því telja sérfræðingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Allir þingmenn öldungadeildarinnar hafa nú svarið eið, þar sem þeir heita því að starfa sem hlutlægir kviðdómendur. Réttarhöldin munu fara fram í sex tíma á dag, sex daga vikunnar, þar til þingið hefur kveðið upp úrskurð sinn. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, fer með yfirumsjón réttarhaldanna. Fjallað verður nánar um réttarhöld þingsins yfir Trump á næstu dögum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira