Geðrof er ekki lögbrot Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:00 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur. Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira