Meiri samskipti, meiri vellíðan Guðrún Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:00 Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun