Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 12:52 Fólk sem heimsótt hefur Wuhan í Kína undanfarnar 2 vikur þarf að undirgangast læknisfræðilegt mat í Keflavík. Vísir/jKJ Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33
Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41