Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Frá Hong Kong þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna faraldursins. Vísir/Getty Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira