Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2020 11:57 Jón Gauti og sonur hans Orri Steinn. Hér eru þeir feðgar einmitt staddir á toppi Þorbjarnar sem er óvænt orðið frægasta fjall á Íslandi vegna jarðhræringa. „Nei, það er ekki byrjað að gjósa. Við erum pollróleg. Þýðir ekkert að stressa sig á þessu. Við erum ekkert að fara að stjórna þessu,“ segir Grindvíkingurinn Jón Gauti Dagbjartsson sem titlar sig strandveiðihetju í símaskránni. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Bæjarfelli Grindvíkinga. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn segja kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið sem gæti verið undanfari eldgoss. Grindvíkingar sitja á bombu með emmi Vísir ákvað að taka púlsinn á Grindvíkingum og heyrði í Jóni Gauta en það er ekki á honum að heyra að púlsinn sé hár á þeim bænum. Hann er reyndar pollrólegur og leikur við hvurn sinn fingur. Og var meira í að róa órólegan blaðamanninn vegna jarðhræringanna en öfugt. Rauði bletturinn er beint norður af Grindavík, með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða svæðinu.Mynd/Af vef Veðurstofunnar. „Ég held að það hafi allir sofið rosalega vel. Kannski ekki að marka mig. Ég er of vitlaus til að vera hræddur. Ef eitthvað fer í gang þá tökum við því bara. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af því. Flýtur meðan sekkur ekki. Það er bara þannig.“ Já, einmitt. Jón Gauti sér um Olís í Grindavík en á ásamt bræðrum sínum handfærabát og kallar sig því strandveiðihetju með góðri samvisku. Annars olíumálaráðherra Grindavíkur. Grindvíkingar búa á eldvirku svæði. „Já. Við sitjum á bombu hérna. Enda er bomba að búa hérna. Þetta er æðislegt. Nema þetta er ekki bomba eins og hjá Bubba, þessi bomba er með emmi. Hér ríkir bara kátína. Við náðum að halda þorrablótið um helgina og þá má þetta bara fara.“ Í Blá lóninu býst fólk við að jörðin opnist undir þeim Með öðrum orðum, ef marka má hljóðið í Jóni Gauta, þá eru Grindvíkingar pollrólegir. „Allir tiltölulega slakir,“ segir Gauti en segir þó að það hljóti einhverjum að líða illa vegna þessara fregna af jarðhræringum á svæðinu. „Fólk sem vinnur þarna uppi í Bláa lóni reiknar með því að jörðin opnist undan þeim. En almennt, við sem erum sunnan Þorbjarnar, við erum spakir yfir þessu,“ segir Gauti – ekkert annað sé í stöðunni en brosa og brosa nógu mikið. „Menn eru ekki að fara á taugum. Það er íbúafundur í dag, ætli maður þurfi ekki að henda einhverjum tveimur bolum í tösku, vera klár og svo er bara að keyra nógu hratt. Hann er klukkan fjögur í íþróttasvæðinu. Nema ef verður byrjað að gjósa, þá verður þetta haldið í Þorlákshöfn. Það er heitt undir okkur, sumir héldu að það væri heitt undir körfuboltaþjálfaranum um daginn og nú er heitt undir okkur öllum. Það er bara þannig.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Nei, það er ekki byrjað að gjósa. Við erum pollróleg. Þýðir ekkert að stressa sig á þessu. Við erum ekkert að fara að stjórna þessu,“ segir Grindvíkingurinn Jón Gauti Dagbjartsson sem titlar sig strandveiðihetju í símaskránni. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Bæjarfelli Grindvíkinga. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn segja kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið sem gæti verið undanfari eldgoss. Grindvíkingar sitja á bombu með emmi Vísir ákvað að taka púlsinn á Grindvíkingum og heyrði í Jóni Gauta en það er ekki á honum að heyra að púlsinn sé hár á þeim bænum. Hann er reyndar pollrólegur og leikur við hvurn sinn fingur. Og var meira í að róa órólegan blaðamanninn vegna jarðhræringanna en öfugt. Rauði bletturinn er beint norður af Grindavík, með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða svæðinu.Mynd/Af vef Veðurstofunnar. „Ég held að það hafi allir sofið rosalega vel. Kannski ekki að marka mig. Ég er of vitlaus til að vera hræddur. Ef eitthvað fer í gang þá tökum við því bara. Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af því. Flýtur meðan sekkur ekki. Það er bara þannig.“ Já, einmitt. Jón Gauti sér um Olís í Grindavík en á ásamt bræðrum sínum handfærabát og kallar sig því strandveiðihetju með góðri samvisku. Annars olíumálaráðherra Grindavíkur. Grindvíkingar búa á eldvirku svæði. „Já. Við sitjum á bombu hérna. Enda er bomba að búa hérna. Þetta er æðislegt. Nema þetta er ekki bomba eins og hjá Bubba, þessi bomba er með emmi. Hér ríkir bara kátína. Við náðum að halda þorrablótið um helgina og þá má þetta bara fara.“ Í Blá lóninu býst fólk við að jörðin opnist undir þeim Með öðrum orðum, ef marka má hljóðið í Jóni Gauta, þá eru Grindvíkingar pollrólegir. „Allir tiltölulega slakir,“ segir Gauti en segir þó að það hljóti einhverjum að líða illa vegna þessara fregna af jarðhræringum á svæðinu. „Fólk sem vinnur þarna uppi í Bláa lóni reiknar með því að jörðin opnist undan þeim. En almennt, við sem erum sunnan Þorbjarnar, við erum spakir yfir þessu,“ segir Gauti – ekkert annað sé í stöðunni en brosa og brosa nógu mikið. „Menn eru ekki að fara á taugum. Það er íbúafundur í dag, ætli maður þurfi ekki að henda einhverjum tveimur bolum í tösku, vera klár og svo er bara að keyra nógu hratt. Hann er klukkan fjögur í íþróttasvæðinu. Nema ef verður byrjað að gjósa, þá verður þetta haldið í Þorlákshöfn. Það er heitt undir okkur, sumir héldu að það væri heitt undir körfuboltaþjálfaranum um daginn og nú er heitt undir okkur öllum. Það er bara þannig.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00