Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2020 20:31 Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira