Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Jakob Bjarnar og Stefán Ó. Jónsson skrifa 29. janúar 2020 11:33 Stjórnin skiptist í tvö horn, fjórir vildu Kolbrúnu Halldórsdóttur en fjórir Stefán Eiríksson. Oddaatkvæði formanns réði úrslitum og stjórn sammæltist um að koma fram einhuga varðandi valið. Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18