Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:30 Jóhannes Þór segir vissulega vera áhyggjur meðal ferðaþjónustuaðila sem þjónusta kínverska hópa visir/Vilhelm Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05