15 ára stelpa í Þorlákshöfn seldi 20 myndir á klukkustund Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 19:15 Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndlist Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Myndlist Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira