Traustur stuðningur við virkjun á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 12. janúar 2020 20:00 Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Kristinn H. Gunnarsson Orkumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun