180 strandaglópar gista í fjöldahjálparstöðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 06:54 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Vísir/Birgir Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48