Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 12:15 Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00