Hyggst herja á samkynhneigða í ljósi dóms yfir raðnauðgaranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 23:28 Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Lögregla í Manchester Mannréttindaráð Indónesíu (National Commission on Human Rights) fordæmir fyrirætlanir borgarstjóra í landinu um að herja á samfélag hinseginfólks í ljósi dóms yfir indónesískum raðnauðgara í Bretlandi. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta en hann hefur verið kallaður mesti raðnauðgari breskrar réttarsögu. Mohammad Idris, borgarstjóri indónesísku borgarinnar Depok, hyggst nú skipa sérstaka löggæslumenn og siga þeim á heimili hinseginfólks í borginni, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu lögreglu í Depok. Meðfram því kveðst hann ætla að koma á fót endurhæfingarstöð fyrir „fórnarlömb“ innan hinseginsamfélags borgarinnar. Forsvarsmaður mannréttindaráðsins sagði í samtali við Reuters að fyrirhugaðar innrásir inn á heimili samkynhneigðra stuðluðu að því að þeir yrðu frekar sóttir til saka og beittir harðræði, á svig við lög. Samkynhneigð er ekki refsiverð í Indónesíu, að undanskildu einu héraði í vesturhluta landsins, en borið hefur á vaxandi andúð í garð hinseginfólks í landinu síðustu ár. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Hann byrlaði mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á þeim á meðan þeir voru meðvitundarlausir. Indónesía Tengdar fréttir Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. 8. janúar 2020 11:08 Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mannréttindaráð Indónesíu (National Commission on Human Rights) fordæmir fyrirætlanir borgarstjóra í landinu um að herja á samfélag hinseginfólks í ljósi dóms yfir indónesískum raðnauðgara í Bretlandi. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta en hann hefur verið kallaður mesti raðnauðgari breskrar réttarsögu. Mohammad Idris, borgarstjóri indónesísku borgarinnar Depok, hyggst nú skipa sérstaka löggæslumenn og siga þeim á heimili hinseginfólks í borginni, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu lögreglu í Depok. Meðfram því kveðst hann ætla að koma á fót endurhæfingarstöð fyrir „fórnarlömb“ innan hinseginsamfélags borgarinnar. Forsvarsmaður mannréttindaráðsins sagði í samtali við Reuters að fyrirhugaðar innrásir inn á heimili samkynhneigðra stuðluðu að því að þeir yrðu frekar sóttir til saka og beittir harðræði, á svig við lög. Samkynhneigð er ekki refsiverð í Indónesíu, að undanskildu einu héraði í vesturhluta landsins, en borið hefur á vaxandi andúð í garð hinseginfólks í landinu síðustu ár. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Hann byrlaði mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á þeim á meðan þeir voru meðvitundarlausir.
Indónesía Tengdar fréttir Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. 8. janúar 2020 11:08 Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. 8. janúar 2020 11:08
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00