Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 02:46 Frá höfninni á Flateyri í kvöld. Bátar mara þar í hálfu kafi. Magnús einar Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59