Hugur ráðherra hjá Vestfirðingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:59 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Skógarhlíð í morgun. Með þeim er Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Samhæfingarstöð í Skógarhlið í Reykjavík var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, litu þar við á tíunda tímanum í morgun. Neyðarstigi var lýst yfir vegna snjóflóðanna og tók aðgerðastjórn á Ísafirði til starfa klukkan 23:44 í gærkvöld. Tólf mínútum síðar var búið að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð, þar sem „samhæfing aðgerða“ fer fram.Sjá einnig: Aukafréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni Í mörg horn hefur verið að líta; björgunarsveitir voru kallaðar út, Varðskipið Þór flutti menn, vistir og slasaða unglingsstúlku, huga hefur þurft að veðri og færð auk þess sem Rauði krossinn hefur unnið að uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Áslaug Arna tjáði sig stuttlega um snjóflóðin á Twittersíðu sinni í morgun. Þar sagði hún björgunarfólk hafa unnið þrekvirki þegar það bjargaði unglingsstúlkunni úr öðru flóðinu, hugur ráðherrans sé hjá Flateyringum, öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum. Fjöldahjálparstöð verður sett upp á Flateyri enda mikið áfall og minnir mikið á snjóflóðið sem féll 1995. Hugur minn er hjá Flateyringum og öðrum Vestfirðingum sem og viðbragðsaðilum öllum.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 15, 2020 Nánar verður rætt við ráðherrana í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23
Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00