Fyrstu léttbátarnir koma í land á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2020 15:28 Fyrstu léttbátarnir komu að landi upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan „Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02