Máli Wiktoriu gegn Hatara vísað frá dómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 19:09 Wiktoria Joanna taldi sig grátt leikna af Hatara. Samsett Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma. Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma.
Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13
Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30
Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45
Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33